Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hvað varð um jafnræðið?
7.11.2008 | 17:19
Ég þekki ekki alla sem þarna eru skipaðir, en þeir sem ég þekki starfa eða hafa starfað í áberandi stöðum fyrir stjórnmálaflokkana. Er það svo að flokkarnir hafi ekki hugmyndaflug til að skipa aðra? Þetta er liðið sem á að taka ákvarðanir um lánafyrirgreiðslur til athafnamanna í kreppunni.
Auk þess er þetta afar undarlegt jafnræði. Fjórar konur í einu bankaráðinu og ein í öðru. Þetta er dálítið eins og Árni Matt hafi hugsað sem svo: "Ok. Í þessari stöðu kemst ég ekki upp meða að skipa færri en 7 konur. Best að fórna bara einu bankaráðinu til að við strákarnir getum haft það huggulegt í hinum tveimur."
Auk þess er engin kona formaður bankaráðs.
Ný bankaráð skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ráðherrar Sjálfstæðisfokksins segja okkur að éta skít
4.11.2008 | 14:39
Reiðin er mikil í þjóðfélaginu þessa dagana. Margir segja "þeir setja allt á hausinn og ætla svo að láta okkur borga" eða eitthvað í þessa veru. Það þarf ekki hámenntaðan hagfræðing til að átta sig á að auðvitað verða einstaklingar og fyrirtæki í landinu að borga allt sem landið skuldar og að byggja upp á ný. Það er ekki öðrum til að dreifa.
En hitt skiptir miklu að byrðunum sé deilt á sanngjarnan hátt.
Og þar kemur að Sjálfstæðisflokknum og sérhagsmunaneti hans. Að öllu jöfnu teljum við eðlilegt að sá sem sóðar út taki til eftir sig, en það er hreinlega óhugsandi að flokkurinn sem leiddi okkur í þessar ógöngur stjórni tiltektinni. Við sjáum nú þegar tilburði flokksins til að koma sér fyrir í rústunum til að helga sér svæði. Björn Bjarna sér ekkert athugavert við það að feður drengjanna sem áttu bankana skipuleggi og stjórni gjaldþrotaskiptum á ábyrgðinni. Björn telur að þeir sem hafa eitthvað við þetta að athuga séu haldnir misskilningi og drengjaliðið í flokknum étur upp eftir honum.
Þetta eru sömu rök sem færð voru fyrir fjölmiðlafumvarpinu, dómararáðningunum, prófessoraráðningum, stríðsþátttöku o.m.fl. Þeir gætu eins sagt almenningi að éta skít, honum komi þetta ekkert við. Mikilsmetinn lagaprófessor skrifaði m.a í tilefni af veitingu Árna Matt á dómaraembætti að innan Sjálfstæðisflokksins megi finna ofsatrúarhópa" þar sem valdboðið eitt er haft að leiðarljósi ". Árni hafði auðvitað áður sagt almenningi, umboðsmanni alþingis og dómnefnd, sem skipuð var að lögum til að meta umsækjendur, að éta skít.
Almenningur krefst þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki látinn stjórna uppbyggingunni sem framundan er. Á hverjum einasta degi koma í ljós nýir gjörningar sem benda til þess að spillingarkerfi Sjálfstæðisflokksins hafi náð djúpt inn í bankana eða að spillingarkerfi bankanna hafi náð djúpt inn í Sjálfstæðisflokksins. Við getum ráðið hvort við köllum það. Ljósglætan er sú, að það vottar aðeins fyrir þeirri skoðun meðal fáeinna Sjálfstæðismanna að ekki sé allt í fínast lagi. Í þeim tilfellum sem ég þekki (Ragnheiður Ríkharðs og Þorgerður Katrín) eru það konur sem hafa tjáð sig.
Af hverju kemur það ekki á óvart?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Palin heilkennið
1.11.2008 | 14:21
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun sagði Bjarni Ben eitthvað í þá veru að Ingibjörg Sólrún og aðrir andstæðingar í pólík mættu ekki tala um stjórn Seðlabankans og Davíð Oddsson eins og það gerir. Við höfum æði oft heyrt það úr herbúðum Sjálfstæðismanna að ekki mætti tala um mál sem eru á allra vitorði. Það er nokkuð dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að forðast opna umræðu og taka ákvarðanir um mál í læstum bakherbergjum. Dæmin eru mörg en eitt það versta er um stuðning okkar við innrásina í Iraq.
Það er ótrúlegt hversu mikið af öfugsnúinni röksemdafærslu"neo-cons" og Bushista í USA finnur leið inn í raðir drengjaliðs Sjálfstæðisflokksins. Það nýjast frá Söru Palin kom fram á viðtali í íhaldsútvarpi í gær. Þar heldur hún því fram að það sé árás á rétt hennar til málfrelsis ef/þegar fjölmiðlar kalla persónuárásir hennar á Obama "neikvæðan málflutning." Henni finnst að hún megi hafa skoðun en aðrir megi ekki hafa skoðun á skoðun hennar. --- Varaforsetaefni McCains!!!
Allir vita að vera Davíðs í sjálfskipað embætti Seðlabankastjóra hefur rúið bankann trausti bæði innanlands og utan. Bjarni verður að reyna að sætta sig við það og hitt líka, að menn mega segja það og að ekkert er eðlilegra en að menn tjái sig um það.
En Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið skjaldborg um (fyrrverandi?) foringja sinn jafnvel þótt það hafi þegar haft afgerandi áhrif til hins verra fyrir alla sem búa í þessu landi. Einkunnarorð McCains eru Country First jafnvel þó hann hagi sér og tali með allt öðrum hætti. Hvernig væri að Geir og co litu til þjóðarinnar og settu hagsmuni hennar ofar sínum eigin flokks- og sérhagsmunum?
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)