Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Burt með Árna Matt
31.12.2008 | 09:05
Umboðsmanni Alþingis ber "að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga... og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins" (sbr. lög 85/1997).
Ef einhver töggur væri í Alþingi myndi það taka sig til og reka Árna Matt heim með skít og skömm. En bíðum við. Getur Alþingi rekið einstaka ráðherra. Ég er ekki viss um það. Einstakir ráðherrar starfa á ábyrgð ríkisstjórnarinnar eða þess innan ríkisstjórnarinnar sem tilnefndi þá. Árni starfar í umboði og á ábyrgð Geirs H og það eru engar líkur á að hann verði rekinn heim eða að hann segi af sér. Stjórnsýslan á Íslandi er siðblind og gjörspillt.
Í týpískum Árna Matt stíl er haft eftir honum á visir.is "að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis." Þetta er sami hrokinn og kom fram í umsögn Árna um niðurstöðu hæfisnefndarinnar. Í stað þess að skammast sín talar hann niður til umboðsmannsins.
Á mbl.is er haft eftir honum að umboðsmaður telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar."
Ekkert í álitinu gefur tilefni til þessarar ályktunar sem sýnir enn og aftur yfirgengilegan hroka þessa manns.
Annmarkar á skipun dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfylkingin, fallisti ársins?
26.12.2008 | 14:29
Þetta ár færði okkur marga fallista en fáa sigurvegara. Í mínum huga standa tveir upp úr, sinn í hvorum flokki.
Samfylkingin er fallisti ársins. Allt fram í september leit út fyrir að hún myndi setja mark sitt á núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Fyrstu fjárlögin lofuðu góðu og allt leit út fyrir að hún myndi hafa forgöngu um að endurreisa velferðarkerfi sem svo mjög var laskað eftir 12 ára frjálshyggjufyllirí Sjálfstæðisflokks (og Framsóknar). Hún virtist ætla að standa sig þokkalega í góðærinu.
Þegar kreppan skall á virtist hana skorta þekkingu, þor og pólitískan metnað. Hún gerði t.d. ekkert af því sem Göran Person lýsti sem undirstöðuatriðum til að ná tökum á afleitu ástandi. Hún greindi ekki ástandið á skipulagðan hátt, hún markaði ekki skilgreindar leiðir út úr kreppunni og hún kynnti ekki heilsteypta aðgerðaáætlun til skamms og langs tíma.
Til viðbótar þessu þá hlustaði hún ekki á fólkið í landinu sem tjáði sig á Austurvelli og í Háskólabíói, á hundruðum bloggsíðna, í sjónvarpi og útvarpi, í dagblöðum og heitum pottum. Jafnvel örvæntingaróp fólks á eigin flokksstjórnarfundi, sem sagðist ekki geta stutt flokkinn sinn nema hann tæki sig á, megnuðu ekki að vekja forystuna til lífs.
Það er svo langt frá því að það sé nóg að hamra á því að við núverandi aðstæður sé aldeilis nauðsynlegt að jafnaðarmenn sitji í ríkisstjórn. Í ríkisstjórn verða að sitja jafnaðarmenn sem tjá sig kvölds og morgna um lýðræði og jöfnuð, um spillingu og vanhæfi, um skilgreind markmið og leiðir. Það er ekki nóg að draga eitt og eitt lagafrumvarp upp úr hatti og veifa því. Við krefjumst þess að jafnaðar menn tali og tali opinskátt og af hreinskilni. Á þetta hefur vantað stórlega.
Sigurvegari ársins kemur úr ólíklegustu átt, - úr Sjálfstæðisflokknum. Hún heitir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Það er langt frá því að ég sé sammála henni um alla hluti. Ég skil t.d. ekkert í tali hennar um að nú þurfi að smala fólki til mennta og að skera um leið niður námslán og framlög til menntamála. En hún þorði að veita Davíði tiltal og hún hefur nánast ein og óstudd snúið Evrópustefnu Davíðs og Sjálfstæðisflokksins í hálfhring.
Og nú bíðum við kosninga. Þegar þetta er skrifað er ekki líklegt að kosningar skili miklu. Það er ekki von til þess að núverandi stjórnmálaflokkar með að miklu leyti sama fólk í framboði geti tekið á þeim þjóðfélagsmeinum sem hafa komið svo skýrt í ljós að undanförnu. Þess vegna bíðum við líka eftir nýjum stjórnmálaöflum sem eru reiðubúin að berjast fyrir uppskurði á íslensku stjórnarfari.
Við viljum meiri þátttöku almennings, virkara og rismeira þing og aukna ábyrgð framkvæmdavaldsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið er sakleysi þitt
6.12.2008 | 13:55
Mikið er langlundargeð og sakleysi þessa manns. Hann var illa svívirtur helgina dramatísku þegar atburðarásin var sett í gang. Hann lét sig samt hafa það dag eftir dag að stilla sér upp á blaðamannafundum við hlið Geirs til þess eins að mæra hann og stuðla að blekkingunni um að ríkisstjórnin hefði stjórn á atburðarásinni.
Miðað við frétt mbl.is af því sem fram kom í Markaðnum var hann þó bara statisti. Davíð og Geir skrifuðu handritið og réttu leikurunum, - og statistunum, aðeins þær línur sem þeir áttu að fara með og upplýsingar um hvar þeir ættu að standa. Enda var altalað að Björgvin væri á þessum fundum uppá punt. Hann hefði ekkert að segja en lygarnar og leyndarmálamakkið virkuðu betur ef fulltrúi Samfylkingarinnar stæði þarna líka.
En nú virðist Björgvin vera að átta sig á þessu líka og vonandi er Samfylkingin í heild að átta sig á því að hún hefur verið höfð að fífli. Eða er hún kannske bara að átta sig á því að VG hefur meira fylgi en hún og það bara gangi ekki?
Greining Samfylkingarinnar (a.m.k. sú sem við fáum að vita um) á ástandinu hefur verið kolröng og þar af leiðandi viðbrögð og aðgerðir líka. Hún hefur talið sig vera ómissandi og hangið á þeirri mítu að nú væri gott að hafa jafnaðarmenn í ríkisstjórn. En jafnaðarmenn
- sem ekki heyra raddir fólksins
- sem ekki viðhafa lýðræði og opna stjórnsýslu
- sem ekki stunda hreinskilni og að segja satt
- sem láta sér lynda að starfa í skjóli frjálshyggjuklíkunnar sem lagði þjóðfélagið í rúst
er einskis virði. Þessir jafnaðarmenn eru ekki ómissandi og menn snúa sér eitthvað annað. En fyrst og fremst:
Það gengur ekki að þeir sem lögðu hagkerfið í rúst
stjórni viðreisninni.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)