Geir viðurkennir aldrei mistök
19.2.2009 | 13:52
Hvað er með þennan mann? Nú er að verða síðasta tækifæri fyrir hann til að hysja upp um sig áður en hann fer í úreldingu. Eða ætlar hann virkilega að flytja með allt niður um sig, algjörlega berrassaður (á typpinu segja börnin), á næsta skeið í lífinu?
Maðurinn hefur aftur og aftur orðið uppvís að leynimakki og lygi og hvað eftir annað hefur hann sýnt fádæma dómgreindarleysi. Og svo var hann hæstráðandi um efnahagsmál landsins í aðdraganda hrunsins. Aldrei hefur hann viðurkennt að hann hafi haft rangt fyrir sér, að hann hafi gert minnstu mistök.
Það lítur helst út fyrir að hann vonist til þess að hinn sérstaki saksóknari og rannsóknarnefnd þingsins kæri hann ekki fyrir brot á hegningarlögum því þá hafi hann syndakvittun. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir að það er munur á sakhæfu athæfi og pólitískri ábyrgð.
Nú síðast kallaði hann Jóhönnu Sig lygara í ræðustúf á Alþingi. Þegar í ljós kemur að hún fór með rétt mál en hann rangt, þá hvað.... jú, - hann kennir öðrum um.
Kannast einhver við þetta mynstur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:09 | Slóð | Facebook
Mogginn er svo sixties
6.2.2009 | 11:20
Við lestur fyrirsagnar þessarar greinar gæti maður haldið að hér væri enn ein stuðningsyfirlýsingin við stjórnsýsluhryðjuverk Einars K á síðustu klukkutímum í embætti. Aðal efni greinarinnar er hinsvegar að hvalveiðarnar séu ekki stundaðar í sátt við ferðaþjónustu.
Hvað er eiginlega með þetta dagblað? Eru blaðamennirnir svona skyni skroppnir eða... ???
Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Klíkuráðningar eða hvað?
5.2.2009 | 13:55
Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylking á skilorði
2.2.2009 | 13:16
Af þeim aragrúa verkefna sem þurfti að einhenda sér í við hrun banka og efnahags í október s.l. var eitt langmikilvægast: AÐ LOSNA VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN ÚR STJÓRNARRÁÐINU.Um þetta skrifaði ég pistla í október s.l. bæði hér og hér. Í seinni pistlinum benti ég líka á að næstu mánuðir myndu ráða úrslitum um það hvort Samfylkingin yrði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum í næstu framtíð. Í lok desember taldi ég í pistli að Samfylkingin væri fallisti ársins í pólitík þar sem hún hefði ekki náð að rísa upp og taka frumkvæði.
Það þurfti byltingarkennt ástand í þjóðfélaginu, uppreisn innan flokksins og einkaafsögn eins ráðherra til að vekja flokkinn af tiltölulega værum blundi. Tiltölulega værum blundi segi ég af því að nú hefur komið í ljós að Samfylkingin hafði af og til uppi fremur veiklulega tilburði til að takast á við ástandið í fyrri ríkisstjórn. Ef marka má "úrslitakostina" sem flokkurinn setti Sjálfstæðisflokknum daginn fyrir fall síðustu ríkisstjórnar þá megum við vel við una að ekki náðist samstaða.
Samfylkingin er á skilorði fram að kosningum. Og eins og títt er um menn á skilorði þá verða þeir að hafa samband við skilorðsfulltrúann sinn reglulega og ekki sjaldnar en vikulega. Skilorðsfulltrúinn erum við, - fólkið í landinu. Og í guðanna bænum ekki byrja á því hvort ég sem þetta ritar sé fólkið í landinu.
Ráðuneytin eru ekkert annað en skrifstofur viðkomandi ráherra. Pælið í því hvernig það er fyrir stjórnarandstöðu þingmann að fá alltíeinu fullbúna skrifstofu með húsnæði, mannafla, tækjabúnaði og bílstjóra til afnota fyrir sig persónulega. Það er eins gott að það liggi eitthvað eftir þá.
Fyrsta verk er að setja saman auðskiljanlega tímasetta áætlun um stöðuna núna og aðgerðir til að vinna okkur út úr kreppunni til skamms og langs tíma. Og hér dugir ekkert almennt froðusnakk um afbragðs ásetning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnsýsluhryðjuverk Einars K
28.1.2009 | 13:40
Daglega bætast við fréttir af fjármálahryðjuverkum sem framin voru hér eftir að fyrir lá að bankarnir og allt herfið myndi hrynja. Og ekki bara síðustu dagana heldur síðustu mánuðina eftir að m.a. Buiter-skýrslan hafði rökstutt að bankarnir myndu falla. Það væri bara spurning um hvenær. Þetta sýnir svo ekki verður dregið í efa að siðferði þessara manna var svo gjörspillt að í stað þess að reyna að gíra niður og bjarga bönkunum og þjóðinni þá var gefið í og peningar fluttir í tonnatali á einkareikninga í skattaparadísum.
Það sama er nú að gerast í ráðuneytunum. Einar K ríður á vaðið og gefur út mjög umdeilda reglugerð um hvalveiðar. Reglan er sú að sitjandi starfsstjórnir hafist lítt að og taki ekki umdeildar ákvarðanir. Jafnvel GWB, og þá er mikið sagt, virti þetta og gerði fátt sem ekki neitt án þess að bera það undir Obama.
En þetta sýnir í hnotskurn hversvegna við þurftum að losa okkur við Sjálfstæðisflokkinn. Siðferði ráðherra flokksins er það sama og þeirra sem stunduðu fjármálahryðjuverkin. Því fór sem fór og við eigum eftir að sjá og heyra margar fréttir þar sem vinnubrögð þeirra eru afhjúpuð. Það kæmi mér ekki á óvart þótt menn stæðu baki brotnu yfir pappírstæturunum í þeirra ráðuneytum þessa síðustu klukkutíma.
Klíkan á myndinni er svo sannarlega part af problemet.
Hvalveiðum ætlað að tefja ESB-ferli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkstjórn og langlundargeð
27.1.2009 | 18:21
Ingibjörg Sólrún var sigurvegari gærdagsins. Hún kom til leiks þennan dag fullviss um hvað hún þyrfti að gera, - hvað hún vildi gera. Það geislaði af henni sjálfstraustið. Það var eins og hún hefði frelsast, eins og að þungu oki hefði verið létt af henni við að taka þá ákvörðun sem fyrir lá að þyrfti að taka.
Það getur verið upplýsandi að spá í líkamstjáningu (bodylanguage) manna. Líkamstjáning Ingibjargar virtist breytast ótrúlega mikið frá því henni brá fyrir í sjónvarpi á sunnudagskvöld þar til hún mætti til þingflokksfundar á mánudagsmorgni. Þegar komið var fram á eftirmiðdaginn talaði hún hiklaust um hroka og auðmýkt, um langlundargeð og upplausn í fari manna og flokka. Hún gerði skýra grein fyrir ástæðunum fyrir falli ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum fumlaust og af sannfæringu.
Svipað átti við um fleiri þingmenn Samfylkingarinnar. T.d. var Árni Páll mjög beinskeyttur og ákveðinn og Ágúst Ólafur var einlægur og hreinskilinn að vanda.
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áttu framan af í erfiðleikum með að átta sig og finna gildar ástæður fyrir sig og kjósendur sína. Þeir reyndu stjórnleysið í Samfylkingunni og Guðl. Þór reyndi að nota langlundargeðið sem Ingibjörg hafði notað fyrr um daginn. Hjá honum varð það aðeins hjáróma nöldur og ráðleysið var yfirgnæfandi.
Verst urðu þeir úti sem ekki gátu dulið pirring sinn vegna þess að Samfylkingarfólkið kallaði formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra verkstjóra. Það trompaði virðingarleysið fyrir valdstjórn Sjálfstæðisflokksins, - að þeirra mati.
Samfylkingin og einkum Ingibjörg Sólrún áttu daginn.
Til hamingju með það.
Ekki tími fyrir málfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virðingarvert en......
25.1.2009 | 12:05
Jísúskræst hvað stjórnmálamenn geta verið grunnir. Sennilega halda menn að nú dugi að fórna Björgvin. Sennilega hefði nægt að fórna honum ásamt Árna Matt fyrir þremur mánuðum síðan. Ekki fyrir það að í mínum huga hefur höfuðpaurinn Geir H alltaf verið efstur á blaði. E.t.v. hleypur Sjálfstæðisflokkurinn til eftir hádegið og fórnar Árna Matt og Davíð.
En eftir allt sem á undan er gengið eru aðrar og meiri kröfur uppi í samfélaginu. Það hefur orðið algjör trúnaðarbrestur milli þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar. Og meira en það því trúnaðarbresturinn hefur færst yfir á alla stjórnmálamenn. Það er afleit og stjórnarfarslega hættuleg staða og þess vegna dugar ekkert hálfkák núna.
Í vikunni sem leið kom fram eindregin krafa grasrótar Samfylkingarinnar um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Allt annað verður talið til undanbragða. Um allt þjóðfélagið hljómar krafan um stjórnlagþing til að taka völdin af Alþingi og stjórnmálamönnunum sem þar sitja og munu væntanlega sitja eftir kosningar. Á stjórnlagaþingi á að endurskrifa stjórnarskránna ekki síst með það í huga að setja stjórnmálamönnum skorður og beina valdinu í auknum mæli til fólksins.
Ingibjörg stóð sig ágætlega sem borgarstjóri í góðæri. Við lok setu sinnar sýndi hún hinsvegar algjöran skort á pólitísku innsæi. Það sama hefur sýnt sig eftir strandið í október.
Því miður!
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjúkir stjórnmálaleiðtogar?
24.1.2009 | 19:29
Mín fyrstu viðbrögð við yfirlýsingu Geirs H um veikindi sín í gær voru að sennilega væri þetta bara spuni. Lýgin og leyndarmakkið undanfarna mánuði ásamt nýjum upplýsingum daglega um það svindl og svínarí sem átti sér stað í fjármálaheiminum hefur gert mig svo tortryggin að mér datt í alvöru í hug að kallinn væri að koma sér undan með enn einni barbabrellunni. Það þurfti massíft tiltal félaga og vina til að sannfæra mig um annað.
Allir hafa verið veikir. Allir vita að starfsgeta þeirra er stórlega skert í veikindum, eftir veikindi og meira að segja í aðdraganda veikinda áður en þeir vissu hvað var á seyði. Og þetta á við tiltölulega saklaus veikindi eins og kvef og gigtarkast. Það þarf enginn að segja mér að einstaklingur sem greinist með alvarlegan sjúkdóm sem getur leitt til mikilla og langvarandi veikinda sé með fulla starfsgetu. Sennilega býr sá hin sami aðeins við brot af eðlilegu þreki.
Báðir leiðtogar stjórnarflokkanna hafa greinst með þannig sjúkdóma. Við vissum fyrir að þeir þjást af alvarlegum dómgreindarskorti varðandi þarfir þjóðarinnar fyrir breytingar, hreinskilni og heiðaleika. Nú bætist við að þá virðist algjörlega skorta dómgreind til að meta áhrif persónulegra áfalla á sig sjálfa og líkamlegt og andlegt atgjörvi sitt. Þeir virðast halda að alvarlega sjúkir eða ekki, þá séu þeir bestir og e.t.v. þeir einu sem geta leitt flokka sína og þjóðin.
Þegar þetta er skrifað er boltinn enn og aftur hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er að hún hafi umboð formanna flokksfélaganna um allt land en ekki sagt til hvers hún hefur umboð frekar en venjulega. Líklega kemur það þjóðinni ekki við. Flokksfélögin í Reykjavík og víðar hafa hinsvegar bæði veitt henni umboð og gert henni skylt að setjast niður með fleirum en formanni Sjálfstæðisflokksins með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum frá.
Það er mikill og alvarlegur misskilningur Ingibjörg Sólrún að þær þúsundir manna sem mótmæltu um allt land í dag tali ekki fyrir þjóðina. Lestu bara skoðanakannanir þar að lútandi.
Mikill fjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðar fréttir og slæmar
22.1.2009 | 00:19
Góðu fréttirnar eru samþykkt langstærsta flokksfélagsins innan Samfylkingarinnar um að tafarlaust skuli slíta stjórnarsamstarfinu og blása til kosninga eigi síðar en í maí. Nú á eftir að koma í ljós hvort línurnar milli grasrótarinnar og flokksforystunnar séu styttri en milli fólksins í landinu og ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma hefur skyndilega opnast ný leið til að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma.
Slæmu fréttirnar eru þær að á hverjum deginum sem líður verður ljósara að Geir H ræður ekki við nokkurn skapaðan hlut og hrokinn í honum og hans liði öllu (t.d. Árna Matt) er nánast óskiljanlegur. Hvað hefur hann til að hreykja sér af? Ekki efnahagsstjórn síðustu 10 ára. Hann talar um vinnufrið sem hann hefur ekki unnið fyrir og hótar upplausn sem hann sér ekki að er löngu brostin á.
Útspil Guðlaugs Þórs í heilbrigðismálum sínir betur en margt annað hversu gjörsamlega blindir og ónæmir ráðherrarnir eru fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Það að varpa þessum tillögum inn í þetta ástand er sannarlega eins og að kasta olíu á eld. Er þetta rétti tíminn til að setja líf óteljandi einstaklinga, heilu vinnustaðanna, í uppnám. Er þetta rétti tíminn til að segja fólki upp, flytja það milli sveitarfélaga, neyða það til að selja húsin sín, færa börn milli skóla og rífa þau úr samhengi við vini sína og umhverfi, skipa fólki á nýja vinnustaði með nýju fólki. Og allt þetta fyrir og miklu meira fyrir ótrúlega lítinn sparnað sem væntanlega reiknast innan skekkjumarka þegar allt er talið.
Þessir menn hafa sýnt það að þá skortir dómgreind til að sinna starfi sínu. Burt með báða.
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Burt með Árna Matt
31.12.2008 | 09:05
Umboðsmanni Alþingis ber "að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga... og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins" (sbr. lög 85/1997).
Ef einhver töggur væri í Alþingi myndi það taka sig til og reka Árna Matt heim með skít og skömm. En bíðum við. Getur Alþingi rekið einstaka ráðherra. Ég er ekki viss um það. Einstakir ráðherrar starfa á ábyrgð ríkisstjórnarinnar eða þess innan ríkisstjórnarinnar sem tilnefndi þá. Árni starfar í umboði og á ábyrgð Geirs H og það eru engar líkur á að hann verði rekinn heim eða að hann segi af sér. Stjórnsýslan á Íslandi er siðblind og gjörspillt.
Í týpískum Árna Matt stíl er haft eftir honum á visir.is "að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis." Þetta er sami hrokinn og kom fram í umsögn Árna um niðurstöðu hæfisnefndarinnar. Í stað þess að skammast sín talar hann niður til umboðsmannsins.
Á mbl.is er haft eftir honum að umboðsmaður telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar."
Ekkert í álitinu gefur tilefni til þessarar ályktunar sem sýnir enn og aftur yfirgengilegan hroka þessa manns.
Annmarkar á skipun dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)