Samfylking á skilorði

Annar fallinnAf þeim aragrúa verkefna sem þurfti að einhenda sér í við hrun banka og efnahags í október s.l. var eitt langmikilvægast: AÐ LOSNA VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN ÚR STJÓRNARRÁÐINU.Um þetta skrifaði ég pistla í október s.l. bæði hér og hér. Í seinni pistlinum benti ég líka á að næstu mánuðir myndu ráða úrslitum um það hvort Samfylkingin yrði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum í næstu framtíð. Í lok desember taldi ég í pistli að Samfylkingin væri fallisti ársins í pólitík þar sem hún hefði ekki náð að rísa upp og taka frumkvæði.

Það þurfti byltingarkennt ástand í þjóðfélaginu, uppreisn innan flokksins og einkaafsögn eins ráðherra til að vekja flokkinn af tiltölulega værum blundi. Tiltölulega værum blundi segi ég af því að nú hefur komið í ljós að Samfylkingin hafði af og til uppi fremur veiklulega tilburði til að takast á við ástandið í fyrri ríkisstjórn. Ef marka má "úrslitakostina" sem flokkurinn setti Sjálfstæðisflokknum daginn fyrir fall síðustu ríkisstjórnar þá megum við vel við una að ekki náðist samstaða.

Samfylkingin er á skilorði fram að kosningum. Og eins og títt er um menn á skilorði þá verða þeir að hafa samband við skilorðsfulltrúann sinn reglulega og ekki sjaldnar en vikulega. Skilorðsfulltrúinn erum við, - fólkið í landinu. Og í guðanna bænum ekki byrja á því hvort ég sem þetta ritar sé fólkið í landinu. 

Ráðuneytin eru ekkert annað en skrifstofur viðkomandi ráherra. Pælið í því hvernig það er fyrir stjórnarandstöðu þingmann að fá alltíeinu fullbúna skrifstofu með húsnæði, mannafla, tækjabúnaði og bílstjóra til afnota fyrir sig persónulega. Það er eins gott að það liggi eitthvað eftir þá.

Fyrsta verk er að setja saman auðskiljanlega tímasetta áætlun um stöðuna núna og aðgerðir til að vinna okkur út úr kreppunni til skamms og langs tíma. Og hér dugir ekkert almennt froðusnakk um afbragðs ásetning.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband