Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Drottningarviðtalsheilkennið
25.2.2009 | 12:22
Mér hættir til að vorkenna svona mönnum en þegar það gerist þá rifjast upp fyrir mér hver er niðurstaðan af 18 ára samfeldri stjórn hans á efnahagsmálum á Íslandi - og sitthvað fleira líka. Þetta er svipað og með GWB. Meðan hann var við völd og gat látið sprengjum rigna yfir blásaklaust fólk um allan heim, pyntað þá sem honum sýndist og ráðið miklu um það hvernig heiminum muni farast á þessari öld, þá var manni ekki vorkunn í huga. Eftir að hann hrökklaðist frá völdum með allt niðrum sig sér maður hinsvegar að þarna er sjúkur lítill kall sem líður eins og unglingi sem féll á prófi.
Davíð er búinn að missa öll völd en fattar það ekki sjálfur. Þess vegna mætir hann í drottningarviðtal þó honum hafi aðeins verið boðið í viðtal. Þess vegna kemur það algjörlega flatt uppá hann að vera spurður almennra spurninga sem brenna á fólkinu í landinu. Þess vegna finnst honum spurningarnar vera til þess fallnar að upphefja spyrilinn en gera lítið úr honum sjálfum. Þess vegna var hann á skipulagslausum flótta frá fyrsta myndramma.
Efnislega gekk allt sem Davíð sagði útá að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. "Ég gerði (og geri) allt rétt það voru hinir sem brugðust." Smá smjörklípur til viðbótar svona til að láta vita af því að hann byggi yfir upplýsingum sem gætu komið sér illa fyrir óþæga. Ömurlegast var þá þegar hann fór ítrekað að hafa eftir umsagnir einhverra ótiltekinna annarra um hann sjálfan. Þessir ótilteknu bara stóðu í biðröðum til að segja honum allt um hans ágæti, hann væri langbestur og hefði alltaf verið það.
Er þetta ekki sjúklegt?
Oft segja viðbrögð og hegðun mann í viðtölum meira en svörin sem þeir gefa. Þannig var það um þetta viðtal. Hrokinn og sjálfsbyrgingshátturinn sem Davíð mætti með í viðtalið breyttist smám saman í reiði og að lokum hatursfullar yfirlýsingar um ríkisstjórnina og Jóhönnu Sig sérstaklega. Þá var hann endanlega búinn að kasta ham embættismannsins og komin í ham stjórnmálamannsins. Engin furða þótt ekki sé hægt að taka mark á þessum manni.
Þeir sem ekki þekkja muninn á spurningu og fullyrðingu eiga ekki að hafa mannaforráð.
Nú er sagt frá því í fréttum að sérstakur saksóknari biðju Davíð að láta sig vita ef hann hafi vitneskju um ólöglegt athæfi. Á ekki að kalla manninn fyrir til skýrslutöku? Fyrir þá sem vilja kynna sér sannleiksgildi fullyrðinga Davíðs bendi ég á myndböndin hennar Láru Hönnu. Takið eftir hvernig Davíð notar orðin ég annarsvegar og orðið menn hinsvegar. Ég hef grun um að þegar hann segir menn þá sé hann að ljúga.
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir viðurkennir aldrei mistök
19.2.2009 | 13:52
Hvað er með þennan mann? Nú er að verða síðasta tækifæri fyrir hann til að hysja upp um sig áður en hann fer í úreldingu. Eða ætlar hann virkilega að flytja með allt niður um sig, algjörlega berrassaður (á typpinu segja börnin), á næsta skeið í lífinu?
Maðurinn hefur aftur og aftur orðið uppvís að leynimakki og lygi og hvað eftir annað hefur hann sýnt fádæma dómgreindarleysi. Og svo var hann hæstráðandi um efnahagsmál landsins í aðdraganda hrunsins. Aldrei hefur hann viðurkennt að hann hafi haft rangt fyrir sér, að hann hafi gert minnstu mistök.
Það lítur helst út fyrir að hann vonist til þess að hinn sérstaki saksóknari og rannsóknarnefnd þingsins kæri hann ekki fyrir brot á hegningarlögum því þá hafi hann syndakvittun. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir að það er munur á sakhæfu athæfi og pólitískri ábyrgð.
Nú síðast kallaði hann Jóhönnu Sig lygara í ræðustúf á Alþingi. Þegar í ljós kemur að hún fór með rétt mál en hann rangt, þá hvað.... jú, - hann kennir öðrum um.
Kannast einhver við þetta mynstur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:09 | Slóð | Facebook
Mogginn er svo sixties
6.2.2009 | 11:20
Við lestur fyrirsagnar þessarar greinar gæti maður haldið að hér væri enn ein stuðningsyfirlýsingin við stjórnsýsluhryðjuverk Einars K á síðustu klukkutímum í embætti. Aðal efni greinarinnar er hinsvegar að hvalveiðarnar séu ekki stundaðar í sátt við ferðaþjónustu.
Hvað er eiginlega með þetta dagblað? Eru blaðamennirnir svona skyni skroppnir eða... ???
Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Klíkuráðningar eða hvað?
5.2.2009 | 13:55
Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylking á skilorði
2.2.2009 | 13:16
Af þeim aragrúa verkefna sem þurfti að einhenda sér í við hrun banka og efnahags í október s.l. var eitt langmikilvægast: AÐ LOSNA VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN ÚR STJÓRNARRÁÐINU.Um þetta skrifaði ég pistla í október s.l. bæði hér og hér. Í seinni pistlinum benti ég líka á að næstu mánuðir myndu ráða úrslitum um það hvort Samfylkingin yrði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum í næstu framtíð. Í lok desember taldi ég í pistli að Samfylkingin væri fallisti ársins í pólitík þar sem hún hefði ekki náð að rísa upp og taka frumkvæði.
Það þurfti byltingarkennt ástand í þjóðfélaginu, uppreisn innan flokksins og einkaafsögn eins ráðherra til að vekja flokkinn af tiltölulega værum blundi. Tiltölulega værum blundi segi ég af því að nú hefur komið í ljós að Samfylkingin hafði af og til uppi fremur veiklulega tilburði til að takast á við ástandið í fyrri ríkisstjórn. Ef marka má "úrslitakostina" sem flokkurinn setti Sjálfstæðisflokknum daginn fyrir fall síðustu ríkisstjórnar þá megum við vel við una að ekki náðist samstaða.
Samfylkingin er á skilorði fram að kosningum. Og eins og títt er um menn á skilorði þá verða þeir að hafa samband við skilorðsfulltrúann sinn reglulega og ekki sjaldnar en vikulega. Skilorðsfulltrúinn erum við, - fólkið í landinu. Og í guðanna bænum ekki byrja á því hvort ég sem þetta ritar sé fólkið í landinu.
Ráðuneytin eru ekkert annað en skrifstofur viðkomandi ráherra. Pælið í því hvernig það er fyrir stjórnarandstöðu þingmann að fá alltíeinu fullbúna skrifstofu með húsnæði, mannafla, tækjabúnaði og bílstjóra til afnota fyrir sig persónulega. Það er eins gott að það liggi eitthvað eftir þá.
Fyrsta verk er að setja saman auðskiljanlega tímasetta áætlun um stöðuna núna og aðgerðir til að vinna okkur út úr kreppunni til skamms og langs tíma. Og hér dugir ekkert almennt froðusnakk um afbragðs ásetning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)